Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2020 12:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið mjög gagnrýninn á yfirvöld Kína. Til að mynda sagðist hann í gær mjög ósáttur með ástandið og sagðist fullviss um að hægt hefði verið að stöðva faraldurinn í upphafi hans. Samkvæmt heimildum NBC News hafa leyniþjónusturnar fengið þau skilaboð að kafa í málið og greina öll gögn frá því tímabili þegar veiran var að stinga upp kollinum. Einnig hefur starfsmönnum þeirra verið skipað að komast að því hvað forsvarsmenn WHO vissu um tvær rannsóknarstöðvar sem notaðar voru til að rannsaka veiruna í borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa áður haldið því fram að yfirvöld Kína hafi ekki greint frá alvarleika faraldursins í upphafi og haldið mikilvægum upplýsingum frá umheiminum sem hefði gert varnir auðveldari. Trump og bandamenn hans hafa varist allri gagnrýni um hægagang og lélegan undirbúning ríkisstjórnar forsetans vegna faraldursins með því að beina spjótum sínum að Kína og WHO. Meðal annars hafa þeir vísað til þessa tísts frá WHO sem birt var þann 14. janúar. Þar segir að bráðabirgðaniðurstöður kínverskra yfirvalda sýni ekki fram á að veiran smitaðist á milli manna. Preliminary investigations conducted by the Chinese authorities have found no clear evidence of human-to-human transmission of the novel #coronavirus (2019-nCoV) identified in #Wuhan, #China . pic.twitter.com/Fnl5P877VG— World Health Organization (WHO) (@WHO) January 14, 2020 Kínverjar hafa á móti haldið því fram að engar afgerandi sannanir séu fyrir því að veiran hafi átt upptök sín þar og jafnvel að faraldurinn hafi myndast í Bandaríkjunum. Veiran greindist þó fyrst í Wuhan og allar vísbendingar benda til þess að þaðan hafi hún borist um allan heim. Evrópusambandið sakaði yfirvöld Kína nýverið um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um faraldurinn. Sjá einnig: Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kínversk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan sagði frá því fyrr í mánuðinum að opinber skjöl frá Kína sýndu fram á að kínverskir embættismenn hafi þagað í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Í fyrstu hrósaði Trump Xi Jinping, forseta Kína, og stjórnvöldum hans fyrir viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftir því sem áhrif faraldursins urðu meiri í Bandaríkjunum og Trump var gagnrýndur vegna þessa, fór hann að kenna Kínverjum um og hefur það fallið í kramið hjá stuðningsmönnum hans. Xi Jinping, forseti Kína.AP/Xie Huanchi NBC segir bandamenn Trump sannfærða um að hann muni halda áfram að hamra á Kína og að það muni borga sig í kosningunum í nóvember. Trump hefur sömuleiðis gagnrýnt WHO harðlega og sakað stofnunina og forsvarsmenn hennar um að vera undirlægjur Kommúnistaflokksins. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í tvo mánuði í síðustu viku og eru Bandaríkjamenn sagði grafa undan stofnuninni á bakvið tjöldin. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Gagnrýnendur Trump segja þó ljóst að áhersla hans og bandamanna hans á sekt yfirvalda Kína og WHO sé til þess fallin að draga athygli frá því hvaða viðvaranir Trump og starfsmenn hans fengu við faraldrinum í janúar og febrúar, þegar hann var að gera lítið úr honum og veirunni. Leyniþjónustumálanefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa farið fram á öll gögn leyniþjónusta ríkisins sem snúa að faraldrinum. Þessar nefndir eiga ekki rétt á því að fá aðgang að upplýsingapökkum forsetans, það er að segja, þeim kynningum sem hann fær frá leyniþjónustunum. Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið mjög gagnrýninn á yfirvöld Kína. Til að mynda sagðist hann í gær mjög ósáttur með ástandið og sagðist fullviss um að hægt hefði verið að stöðva faraldurinn í upphafi hans. Samkvæmt heimildum NBC News hafa leyniþjónusturnar fengið þau skilaboð að kafa í málið og greina öll gögn frá því tímabili þegar veiran var að stinga upp kollinum. Einnig hefur starfsmönnum þeirra verið skipað að komast að því hvað forsvarsmenn WHO vissu um tvær rannsóknarstöðvar sem notaðar voru til að rannsaka veiruna í borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa áður haldið því fram að yfirvöld Kína hafi ekki greint frá alvarleika faraldursins í upphafi og haldið mikilvægum upplýsingum frá umheiminum sem hefði gert varnir auðveldari. Trump og bandamenn hans hafa varist allri gagnrýni um hægagang og lélegan undirbúning ríkisstjórnar forsetans vegna faraldursins með því að beina spjótum sínum að Kína og WHO. Meðal annars hafa þeir vísað til þessa tísts frá WHO sem birt var þann 14. janúar. Þar segir að bráðabirgðaniðurstöður kínverskra yfirvalda sýni ekki fram á að veiran smitaðist á milli manna. Preliminary investigations conducted by the Chinese authorities have found no clear evidence of human-to-human transmission of the novel #coronavirus (2019-nCoV) identified in #Wuhan, #China . pic.twitter.com/Fnl5P877VG— World Health Organization (WHO) (@WHO) January 14, 2020 Kínverjar hafa á móti haldið því fram að engar afgerandi sannanir séu fyrir því að veiran hafi átt upptök sín þar og jafnvel að faraldurinn hafi myndast í Bandaríkjunum. Veiran greindist þó fyrst í Wuhan og allar vísbendingar benda til þess að þaðan hafi hún borist um allan heim. Evrópusambandið sakaði yfirvöld Kína nýverið um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um faraldurinn. Sjá einnig: Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kínversk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan sagði frá því fyrr í mánuðinum að opinber skjöl frá Kína sýndu fram á að kínverskir embættismenn hafi þagað í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Í fyrstu hrósaði Trump Xi Jinping, forseta Kína, og stjórnvöldum hans fyrir viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónuveirunnar. Eftir því sem áhrif faraldursins urðu meiri í Bandaríkjunum og Trump var gagnrýndur vegna þessa, fór hann að kenna Kínverjum um og hefur það fallið í kramið hjá stuðningsmönnum hans. Xi Jinping, forseti Kína.AP/Xie Huanchi NBC segir bandamenn Trump sannfærða um að hann muni halda áfram að hamra á Kína og að það muni borga sig í kosningunum í nóvember. Trump hefur sömuleiðis gagnrýnt WHO harðlega og sakað stofnunina og forsvarsmenn hennar um að vera undirlægjur Kommúnistaflokksins. Framlög Bandaríkjanna til WHO voru stöðvuð í tvo mánuði í síðustu viku og eru Bandaríkjamenn sagði grafa undan stofnuninni á bakvið tjöldin. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Gagnrýnendur Trump segja þó ljóst að áhersla hans og bandamanna hans á sekt yfirvalda Kína og WHO sé til þess fallin að draga athygli frá því hvaða viðvaranir Trump og starfsmenn hans fengu við faraldrinum í janúar og febrúar, þegar hann var að gera lítið úr honum og veirunni. Leyniþjónustumálanefndir bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa farið fram á öll gögn leyniþjónusta ríkisins sem snúa að faraldrinum. Þessar nefndir eiga ekki rétt á því að fá aðgang að upplýsingapökkum forsetans, það er að segja, þeim kynningum sem hann fær frá leyniþjónustunum. Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni hreinsaður af sök Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Meira en þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveiruna
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira