Dauðadómi vegna morðs blaðamanns Wall Street Journal snúið við í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:58 Judea Pearl, faðir Daniel Pearl, við hlið myndar af syni hans. AP/WILFREDO LEE Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent