Dauðadómi vegna morðs blaðamanns Wall Street Journal snúið við í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:58 Judea Pearl, faðir Daniel Pearl, við hlið myndar af syni hans. AP/WILFREDO LEE Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira