Fagna frelsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira