Fagna frelsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bjartir tímar eru fram undan fyrir Grikki. Þetta sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í gær eftir að níu ára niðurskurðaraðgerðum og vinnu við að rétta af efnahag landsins lauk. Alvarleg staða efnahagsmálanna þar í landi varð öllum ljós árið 2010 og neyddust Grikkir til að leita til Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stundum gegn eigin vilja. Þrír neyðarlánapakkar fengust og var heildarupphæð þeirra um 36 billjónir króna, eða 289 milljarðar evra. Grikkir fengu síðustu slíka greiðslu á mánudag. Grikkir eru þó ekki hólpnir enn enda eiga þeir eftir að borga þessi himinháu lán. Tsipras lýsti undanförnum árum sem nokkurs konar nútímaútgáfu Ódysseifskviðu. Ræðu sína flutti Tsipras á eyjunni Íþöku, þangað sem Ódysseifur sneri aftur eftir tíu ára reisu sína sem skáldið Hómer fjallaði um í fyrrnefndri bók. Sagði Tsipras að Grikkir mættu aldrei gleyma þeim erfiðu lexíum sem lærðust undir vökulum augum lánardrottnanna. Kreppunni væri lokið og niðurskurður og afturhald heyrði nú sögunni til. „Í dag erum við frjáls. Við munum aldrei gleyma lexíunum sem við höfum lært. Við munum aldrei gleyma því sem við höfum barist fyrir og við munum aldrei gleyma þeim sem komu okkur í þessa stöðu,“ sagði þessi leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza. Kreppan og niðurskurðaraðgerðirnar sem fylgdu í kjölfarið höfðu djúpstæð áhrif á líf Grikkja og var táragas tíður gestur þegar mótmælendur söfnuðust saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið. Á undanförnum níu árum hefur atvinnuleysi minnkað úr 28 prósentum þegar hæst stóð í 20 nú. Hagvöxtur var 1,4 prósent í fyrra. Hinn mikli niðurskurður þrýsti fimmtungi þjóðarinnar, samkvæmt BBC, hins vegar niður fyrir fátæktarmörk. Í viðtali við sama miðil á mánudag sagði Alexis Haritsis aðstoðarefnahagsmálaráðherra að niðurskurðarleiðin hefði reynst röng. Ríkisstjórnin heldur því þó enn fram að hún hafi verið nauðsynleg, ella hefði ekki verið hægt að bjarga bankakerfinu og ríkinu hefði verið hent út af evrusvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira