Erlent

Rússar loka landa­mærunum að Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin undirritaði í morgun tilskipun um að landamærunum skuli lokað.
Rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin undirritaði í morgun tilskipun um að landamærunum skuli lokað. AP

Rússar hafa lokað landamærum sínum að Kína í austri vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar.

TASS segir frá því að rússneski forsætisráðherrann Mikhail Mishustin hafi í morgun undirritað tilskipun um að landamærunum skuli lokað til að hefta útbreiðsluna.

Landamæri Rússlands og Kína eru um 4.200 kílómetrar að lengd – sjöttu lengstu ríkjalandamæri í heimi.

Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. Þúsundir hafa smitast og hafa tilfelli greinst í öllum héruðum Kína og í hátt tuttugu ríkjum, síðast í Finnlandi og Indlandi.

Enn sem komið er er ekki til nein lækning eða bóluefni fyrir veiruna en margir þeirra sem smitast fá aðeins væg einkenni og ná sér að fullu. Veiran getur hins vegar einnig valdið mjög skæðri lungnabólgu og dauða og er hún talin sérstaklega hættuleg eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×