Erlent

Metfjöldi nýrra smita í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Af þeim 40.800 sem greindust síðustu vikuna voru 18.400 án einkenna.
Af þeim 40.800 sem greindust síðustu vikuna voru 18.400 án einkenna. AP/Pavel Golovkin

Smituðum í Rússlandi hefur aldrei fjölgað meira á milli daga en í dag. Alls voru staðfest 6.411 tilfelli af Covid-19 smitum á milli daga og í heildina hafa minnst 93.558 smitast í Rússlandi. Þá fjölgaði dauðsföllum um 72 og hefur þeim sömuleiðis aldrei fjölgað jafn mikið. Í heildina hafa minnst 867 dáið í Rússlandi.

Einnig var skráður metfjöldi þeirra sem jöfnuðu sig á sjúkdómnum á einum degi. Alls 1.110 sjúklingar jöfnuðu sig á milli daga.

Samkvæmt Reuters er Rússland nú í áttunda sæti á lista ríkja varðandi fjölda smitaðra. Skráð dauðsföll þar eru þó mun færri ein hjá öðrum ríkjum, eins og Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni, Kína og Tyrklandi.

Útgöngubann hefur verið í gildi í Rússlandi frá 25. Mars en það á að renna úr gildi á fimmtudag, 30. apríl. Ekki liggur fyrir hvort að það verði framlengt eða ekki. Eins og annarsstaðar hefur félagsforðun komið verulega niður á efnahagi Rússlands.

Sjá einnig: Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun halda ræðu seinna í dag þar sem hann mun líklega segja hvort útgöngubannið verður framlengt eða ekki.

Samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafa Rússar gert rúmlega þrjár milljónir prófa og hafa tæplega þrjú prósent þeirra sem hafa verið prófaðir greinst með veiruna. Af þeim 40.800 sem greindust síðustu vikuna voru 18.400 án einkenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×