Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2012 16:19 Mynd / Vilhelm Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira