Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 23:41 Herlögregla á vegum efnahagsráðuneytis Ítalíu sinnir nú eftirliti með því hvort þeir sem ferðast á milli ítalskra héraða hafi tilskilda pappíra sem sanna að ferðir viðkomandi séu af mikilvægum toga. Vísir/EPA Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira