Enski boltinn

Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamie Vardy.
Jamie Vardy. vísir/getty
Jamie Vardy, framherji Leicester í ensku úrvalsdeildinni, var eðlilega brugðið vegna ummæla sem sumir netverjar létu falla á Twitter um eins árs gamla dóttur hans og er lögreglan komin í málið.

Rebekah Nicholson, unnusta Vardy, birti mynd af stelpunni litlu í Leicester-treyju með „Daddy“ eða Pabbi á bakinu. Afskaplega krúttleg mynd af krúttlegri hnátu.

Nokkur svör við myndinni voru hreint ógeðsleg en þau smá sjá í tístinu frá Vardy sjálfum hér að neðan. Vardy nefnilega birti nokkur þau ógeðslegustu á Twitter-síðu sinni og skrifaði: „Sláandi og andstyggilegt.“

Unnustu hans var einnig brugðið en hún svaraði einum hálfvitanum á Twitter og sagði: „Það eru engin orð yfir fólk eins og þig. Það þarf að læsa þig inni.“

Samkvæmt frétt Sky Sports er lögreglan komin í málið en hún hefur haft samband við Leicester.  „Við vitum af þessum tístum og erum í samstarfi við félagið. Það hefur samt engin formleg kvörtun borist,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×