Harry Kane vonast til að ná úrslitaleiknum á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:00 Harry Kane fagnar sigri Tottenham í gær og var ekkert mikið að hlífa ökklanum. Getty/Charlotte Wilson Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira