Veður

Vor­veður í Reykja­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mildu veðri er spáð um helgina.
Mildu veðri er spáð um helgina. vedur.is/skjáskot

Bjartviðri og 8 til 12 stiga hita og norðaustan 3-8 m/s er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er hægviðri spáð á morgun en þó er því spáð að skýjað verði og 6 til 9 stiga hiti.

Þá er spáð norðaustan 5-13 m/s í dag á landinu öllu, hvassast norðvestan til á landinu. Lítilsháttar rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi í dag og hiti 1-6 stig. Yfirleitt bjart um landið suðvestanvert með hita að 12 stigum yfir daginn.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef veðurstofunnar kemur fram að í dag séu horfur á norðaustan golu eða kalda og að sums staðar veðri strekkingur norðvestan til á landinu og með suðausturströndinni.

Hægri breytilegri átt er spáð á morgun. Léttskýjuðu á Norðurlandi og Vestfjörðum og svo skýjuðu að mestu í öðrum landshlutum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×