Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. september 2014 06:00 Úr myndbandinu sem sagt er sýna aftöku Davids Haines í Sýrlandi. fréttablaðið/AP „Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. Haines er þriðji Vesturlandabúinn sem samtökin taka af lífi í Sýrlandi með þessari aðferð, og birta myndband því til staðfestingar. Cameron hefur ekki kynnt neinar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en Bandaríkin hafa undanfarið verið að safna liði á meðal vestrænna og arabískra stjórnvalda. Bandaríkin hafa sjálf gert fjölmargar loftárásir á vígasveitirnar síðustu vikurnar. Arababandalagið hefur einnig samþykkt að hefja hernað gegn Íslamska ríkinu. Tyrkland hyggst hins vegar standa hjá, enda sjá tyrknesk stjórnvöld sér engan hag í að styðja við Kúrda í norðurhluta Íraks. Kúrdar í Írak og Tyrklandi hafa lengi viljað stofna sjálfstætt ríki, en Tyrkir mega ekki til slíks hugsa. Vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa á sínu valdi stór svæði bæði í Sýrlandi og Írak, hafa eflst mjög á síðustu vikum og mánuðum. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárframlög frá auðkýfingum við Persaflóann heldur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófnaði og fjárkúgunum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
„Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. Haines er þriðji Vesturlandabúinn sem samtökin taka af lífi í Sýrlandi með þessari aðferð, og birta myndband því til staðfestingar. Cameron hefur ekki kynnt neinar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en Bandaríkin hafa undanfarið verið að safna liði á meðal vestrænna og arabískra stjórnvalda. Bandaríkin hafa sjálf gert fjölmargar loftárásir á vígasveitirnar síðustu vikurnar. Arababandalagið hefur einnig samþykkt að hefja hernað gegn Íslamska ríkinu. Tyrkland hyggst hins vegar standa hjá, enda sjá tyrknesk stjórnvöld sér engan hag í að styðja við Kúrda í norðurhluta Íraks. Kúrdar í Írak og Tyrklandi hafa lengi viljað stofna sjálfstætt ríki, en Tyrkir mega ekki til slíks hugsa. Vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa á sínu valdi stór svæði bæði í Sýrlandi og Írak, hafa eflst mjög á síðustu vikum og mánuðum. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárframlög frá auðkýfingum við Persaflóann heldur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófnaði og fjárkúgunum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira