„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:35 Weinstein við dómshúsið í New York í gær, 5. febrúar. Vísir/AP Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30