Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 22:56 Ástandið er einna verst í New York-ríki. Vísir/Getty Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Um það bil þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum lúta nú, eða þurfa á næstu dögum að lúta, einhvers konar formi af samkomubanni. Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar segir að Maryland, Virginia, Airzona og Tennessee hafi nýverið bæst í hóp þeirra ríkja sem skipað hafa íbúum sínum að halda sig heima fyrir. Alls hafa nú 32 af 50 ríkjum Bandaríkjanna gripið til svipaðra ráðstafana. Yfir 180 þúsund tilfelli veirunnar hafa nú greinst og yfir 3700 látið lífið. Hvergi hafa fleiri tilfelli greinst en í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur farið verst með New York-ríki, en þar hafa 1550 manns látið lífið. Um 245 milljónum Bandaríkjamanna hefur nú verið skipað að halda sig heima, eða eru í þann mund að fara að fá tilmæli um slíkt frá yfirvöldum í sínu ríki. Almennt er fólki þannig bannað að fara út, nema það sé til þess að sækja sér nauðsynjar, lyf og mögulega til hreyfingar. Þá hafa efnahagsáhrif faraldursins í Bandaríkjunum verið gríðarleg og milljónir manna þegar misst vinnuna. Seðlabanki Bandaríkjanna gerir þá ráð fyrir því að allt að 47 milljónir Bandaríkjamanna verði af störfum sínum á næstu mánuðum. Þá er ekki gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkrar vikur. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/Getty Ríkisstjórar undrandi á fullyrðingum forsetans Samkvæmt umfjöllun fréttastofu CBS átti Donald Trump Bandaríkjaforseti fjarfund með ríkisstjórum ríkjanna 50 í gær. Þar er hann sagður hafa fullyrt að ekki væri lengur skortur á prófum fyrir kórónuveirunni. CBS segjast hafa undir höndum hljóðupptöku frá fundinum. „Við höfum prófað fleiri en nokkuð annað ríki í heiminum. Við erum með frábær próf og erum að fá enn hraðvirkara próf í vikunni. Ég hef ekki heyrt af því að prófanir hafi verið vandamál,“ er haft eftir forsetanum. Þetta samrýmist þó ekki upplifun nokkurra ríkisstjóra sem BBC vitnar í. Einn þeirra er Steve Bullock, ríkisstjóri Montana. Hann segir að sá fjöldi prófa sem til eru í ríkinu sé ekki fullnægjandi. „Við erum bókstaflega einum degi frá því, ef við fáum ekki próf frá Sóttvarnanefnd Bandaríkjanna, að geta ekki prófað meira í Montana.“ Ríkisstjóri Washington, Jay Inslee, furðar sig á fullyrðingum Trump um fjölda prófa sem fyrir hendi eru. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, trúir því ekki að Trump viti ekki af skorti á prófum.Vísir/Getty „Það kemur mér verulega á óvart að einhver sem hefur aðgang að hvaða dagblaði sem er, útvarpi, samfélagsmiðlum eða öðru formi samskipta skuli ekki vita af þessum skorti á prófum. Ég er handviss um að Hvíta húsið veit fullvel af þessari brýnu þörf fyrir fleiri próf,“ segir Inslee. Segir minnst tíu fyrirtæki nú framleiða öndunarvélar Trump sagði í gær að Bandaríkin væru í góðri stöðu til að takast á við faraldurinn, og átti þá við þann fjölda öndunarvéla sem til eru í landinu til þess að taka á móti þeim COVID-19 sjúklingum sem mesta umönnun þurfa. Hann sagði að minnst tíu bandarísk fyrirtæki ynnu nú að framleiðslu á öndunarvélum, og að sumar þessara véla kynnu jafnvel að vera seldar úr landi. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna víðs vegar um Bandaríkin hefur kvartað undan skorti á mikilvægum heilbrigðisvörum á borð við grímur og hanska, sem nota þarf til þess að draga úr smithættu þegar COVID-sjúklingar eru meðhöndlaðir. Sjálfur hefur Trump sakað einhverja ríkisstjóra um að hamstra slíkar vörur. Hann hefur þó ekki fært fram nein sönnunargögn fyrir þeirri ásökun.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira