Tuttugu manns eru nú látnir í óeirðum sem geisað hafa í indversku höfuðborginni Delí síðustu þrjár nætur.
Til til átaka kom fyrst á sunnudagskvöld þegar íbúar í borginni mótmæltu nýjum lögum um ríkisborgararétt sem eru sögð sett til höfuðs múslimum í landinu.
Þá kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu en í nótt virðist sem ráðist hafi verið að heimilum og verslunum múslima í borginni.
Óttast er að til enn frekari átaka komi á milli hindúa og múslima í borginni og berast fregnir af vígahópum úr hvoru liði sem gangi um göturnar vopnaðir byssum og járnrörum.
Að minnsta kosti tvær moskur hafa verið skemmdar í átökunum en nýju lögin sem deilt er um gera það auðveldara fyrir fólk frá Pakistan, Afganistan og Bangladess að fá ríkisborgararétt á Indlandi, svo lengi sem ekki sé um múslima að ræða.