Erlent

Sjö létu lífið í mót­mælum í Delí

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumaður er á meðal hinna látnu en gagnrýnendur nýju laganna segja þau sett til höfuðs múslimum í landinu sem telja um tvö hundruð milljónir.
Lögreglumaður er á meðal hinna látnu en gagnrýnendur nýju laganna segja þau sett til höfuðs múslimum í landinu sem telja um tvö hundruð milljónir. ap

Sjö manns létu lífið í mótmælum í indversku höfuðborginni Delí í nótt. Fólkið hafði komið saman til að mótmæla umdeildum nýjum lögum í landinu sem varða ríkisborgararétt og var tækifærið nýtt til mótmæla á meðan Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Indlands.

Lögreglumaður er á meðal hinna látnu en gagnrýnendur nýju laganna segja þau sett til höfuðs múslimum í landinu sem telja um tvö hundruð milljónir. Óttast er að upp úr muni sjóða aftur innan tíðar, en að sögn breska ríkisútvarpsins eru 35 slasaðir eftir átökin að auki.

Nýju lögin gefa innflytjendum frá Pakistan, Bangladess og Afganistan rétt á ríkisborgararétti á Indlandi, að því gefnu að þeir séu ekki múslimar, en öll eru löndin að meirihluta byggð múslimum.

Múslimar hafa brugðist reiðir við og segja lögin tilraun til að jaðarsetja trúarhópinn á Indlandi, þar sem Hindúar fara með völdin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×