Segist ætla að stöðva allar komur innflytjenda Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. apríl 2020 07:08 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkja hyggst stöðva allar komur innflytjenda til landsins vegna faraldurs kórónuveiru. Hann tilkynnti á Twitter-reikningi sínum í nótt að hann muni undirrita forsetatilskipun þess efnis. Í færslunni kveðst Trump grípa til umræddra aðgerða vegna "ósýnilega óvinarins", þ.e. kórónuveirunnar, og einnig til að tryggja atvinnuöryggi Bandaríkjamanna. In light of the attack from the Invisible Enemy, as well as the need to protect the jobs of our GREAT American Citizens, I will be signing an Executive Order to temporarily suspend immigration into the United States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2020 Forsetinn veitti ekki frekari upplýsingar um málið í færslunni og samkvæmt fréttum fjölmiðla vestanhafs er ekki ljóst hvenær eða hvort tilskipunin komi til framkvæmda. Ríkisstjórn Trumps hefur þegar gefið út að afgreiðslu nær allra vegabréfsáritana verði hætt á meðan faraldurinn geisar. Þá hefur Trump verið talsvert gagnrýndur fyrir boðaðar aðgerðir og sakaður um að nýta sér faraldurinn til að beita harðræði í málefnum innflytjenda. Veiran hefur leikið Bandaríkin grátt en alls hafa nær 790 þúsund smitast í landinu og yfir 42 þúsund látist, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsinu. Þá hefur efnahagslífið tekið skarpa dýfu, líkt og annars staðar í heiminum, en yfir 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur síðustu vikur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira