Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:00 Ole Gunnar Solskjær, Phil Jones og David De Gea ganga á velli á Old Trafford í gær á meðan stuðningsmenn félagsins baula á þá. Getty/Alex Livesey Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. Það var baulað á leikmenn Manchester United þegar þeir gengu af velli eftir leikinn. Manchester United er sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þetta tap á Old Trafford en liðið fékk þar fínasta tækifæri til að nýta sér það að Chelsea tapaði stigum í gær. Breska ríkisútvarpið tók það saman sem stuðningsfólk og sérfræðingar voru að segja um Manchester United liðið eftir þetta vandræðalega kvöld fyrir félagið. "As a fan what do you cling onto there?" Rob Green says he can't think of anything positive for Man United fans to take after tonight's game What do you think #MUFC fans? Reaction to #MUNBUR : https://t.co/RfA37R3EHZ#bbcfootballpic.twitter.com/IUOQ8PZ1Fc— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 22, 2020 Darren Fletcher, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um að eftir þessi slæmu úrslit væri andrúmsloftið orðið eitrað á Old Trafford. „Þessar senur á leikvanginum voru ekki góðar. Söngvarnir og svo er andrúmsloftið orðið eitrað í fyrsta sinn,“ sagði Darren Fletcher við breska ríkisútvarpið. Þetta var í fyrsta sinn sem Burnley vinnur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og síðan að Ole Gunnar Solskjær var fastráðinn hefur United liðið nú tapað fleiri deildarleikjum (12) en það hefur unnið (11). Liðið er í fimmta sæti heilum 30 stigum á eftir toppliði Liverpool og Liverpool á einnig tvo leiki til góða á erkifjendur sína. „Eins og er þá sérðu þessa ungu leikmenn bara sökkva neðar og neðar við hvert mótlæti. Allt sem þeir gera er undir smásjá og það er mikil pressa á þessum krökkum. Það var erfitt fyrir mig að koma inn í Manchester United liðið á sínum tíma en ég var umkringdur heimsklassa leikmönnum hægri, vinstri,“ sagði Darren Fletcher í þessu viðtali við BBC Radio 5 Live. „Strákarnir hafa ekki sama stuðningsnet í kringum sig og þetta er mjög erfitt fyrir þá. Það herðir kannski nokkra þeirra en líklega mun þetta buga nokkra líka sem eru vonbrigði,“ sagði Fletcher. Martin Keown says Ole Gunnar Solskjaer won't make it to the end of the season at Manchester United... Do you agree? #bbcfootball#MOTD#manutd#mufcpic.twitter.com/TZqHyjyjNx— Match of the Day (@BBCMOTD) January 23, 2020 Stuðningsmenn Manchester United beindu pirringi sínum í leiknum gegn Ed Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Ian Dennis, blaðamaður á BBC var hneykslaður á því sem þeir sungu um. „Ég verð að segja að söngvar stuðningsmanna Manchester United voru skammarlegir. Sama hvaða álit þú hefur á Ed Woodward þá getur ekki beðið einhver um að deyja. Ef þú ert á móti stjórninni þá syngdu um að það þurfi að reka hana en það er hneyksli að þeir hafi sungið þetta um manneskju,“ sagði Ian Dennis. Rio Ferdinand, sexfaldur Englandsmeistari með Manchester United, talaði um vandræðalegt kvöld fyrir félagið. „Ég get ekki komið þessu til varnar. Ungir krakkar í skólum landsins munu ekki klæðast Manchester United treyjum lengur. Þeir vilja ekki koma hingað til að styðja Manchester United miðað við það sem liðið er að bjóða upp á. Að sjá síðan stuðningsfólk yfirgefa völlinn eftir 84 mínútur,“ sagði Rio Ferdinand og bætti við. „Þetta er vandræðalegt. Fólk í valdastöðum innan félagsins þurfa að átta sig á því að eitthvað þarf að breytast. Við þurfum að fá að vita hvað sé í gangi því ég sé það ekki í dag,“ sagði Rio Ferdinand en það má lesa meira hér. "Not good enough." The message is simple from Ole Gunnar Solskjaer. Read more from the Man Utd boss: https://t.co/lFaN63Ie6hpic.twitter.com/slQy0Z6egJ— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira