Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2016 20:28 Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33