Erlent

Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rodrigo Duterte tekur við völdum á Filippseyjum í lok júní.
Rodrigo Duterte tekur við völdum á Filippseyjum í lok júní. Vísir/EPA
Rodrigo Duterte, verðandi forseti Filippseyja, segist ekki geta tryggt öryggi allra blaðamanna í landinu. Á þriðjudag sagði hann það réttlætanlegt að drepa þá blaðamenn sem uppvísir væru um spillingu eða þá sem vitað væri að hefðu þegið mútur.

Eitthundrað sjötíu og fjórir blaðamenn hafa verið myrtir í landinu síðustu þrjátíu árin og óttast nú fjölmiðlar þar að vera sakaðir um athæfi sem gætu kostað þá lífið. Því er haldið fram að margir blaðamenn í landinu séu á launum hjá glæpagengjum.

Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte að uppræta glæpi í landinu á sex mánuðum. Hann er afar hlynntur dauðarefsingum og lét taka yfir 1000 manns á lífi á meðan hann starfaði sem borgarstjóri í Davao. 


Tengdar fréttir

Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan

Hörkutólið Duterte lýsti yfir sigri í forsetakosningum á Filippseyjum. Hótar að láta drepa glæpamenn en ætlar í friðarviðræður við uppreisnarmenn. Vill breyta úr miðstjórnarvaldi yfir í sambandsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×