Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2016 20:28 Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33