Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2016 20:28 Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33