Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2016 20:28 Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Áform nýkjörins forseta Filipseyja um að veita einræðisherranum Ferdinand Marcos hetjulega útför tæplega þrjátíu árum eftir að hann lést, hefur valdið deilum í landinu og vakið upp mótmæli. Ferdinand Marcos tók við forsetaembættinu á Filipseyjum árið 1965 en frá árinu 1972 stjórnaði hann landinu harðri hendi eftir setningu herlaga. Þótt herlög hafi verið afnumin árið 1981 héldu ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og almenn kúgun áfram og stjórn Marcos var gjörspillt en forsetahjónin lifðu í miklum vellystingum. Hann var hrakinn frá völdum árið 1986 og flúði til Bandaríkjanna þar sem hann lést þremur árum síðar. Rodrigo Duterte sem kjörinn var í embætti forseta í júní tilheyrir flokki Marcos sem hefur verið utan stjórnar íáratugi. Sjálfur er Duterte umdeildur. Hann er talinn hafa látið myrða þúsund manns í borgarstjóratíð sinni í borginni Davao og hefur nú heitið hverjum þeim sem myrðir fíkniefnaneytanda eða smyglara orðu. Nú hefur Duterte samþykkt áform um að veita Marcos hetjulega útför hinn 18 september næst komandi, en lík hans hefur veriðí kældu grafhýsi fráárinu 1989. Boðað var til mótmæla vegna þessa í Manila höfuðborg Filipseyja í dag.Aida Santos ávarpaði mótmælendur en hún var ein fjölmargra sem sætti pyndingum að hálfu útsendara Marcos. „Þeir tóku ekki fingraförin mín í fimm mánuði. Þaðþýddi aðþað var hægt að láta mig hverfa. Ég var pynduð, kynferðislega pynduð. Þeir léku rússneska rúllettu á mér. Ég var áreitt allan tímann,“ segir Santos. Þúsundir og jafnvel tugþúsundir voru fangelsaðar og sættu pyndingum í stjórnartíð Marcos, en Duterte forseti segir ákvörðun um hetjulega útför endanlega, sem gæti æst til enn frekari mótmæla. Flokkur Duterte forseta hefur meirahluta á filipeyska þinginu en öldungardeildarþingmaðurinn Risa Hontiveros ætlar samt að reyna að fá þingið til að stöðva hetjulega útför Marcos. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu í öldungadeildinni gegn því að Marcos fái hetjuútför og við munum vinna að því að fá hana samþykkta. Ég hef fulla trú á því að við getum það og að stofnunin ljái þeim borgurum rödd sína sem vilja heiðra sannar hetjur okkar,“ segir Risa Hontiveros.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33