Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 12:28 Bolsonaro Brasilíuforseti hefur ítrekað grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Myndband sem hann birti á Facebook og Instagram þar sem hann talaði um að lyf virkaði fullkomlega gegn veirunni var fjarlægt. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00