Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 23:00 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Vísir/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira