Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 23:00 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Vísir/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira