Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Alexandra Helga Ívarsdóttir og hundurinn þeirra hafa það náðugt. INSTAGRAM/@ALEXANDRAHELGA Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30
Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46
Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15