Erlent

Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Banda­ríkjunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að milljónir Bandaríkjamanna muni smitast af kórónuveirunni.
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að milljónir Bandaríkjamanna muni smitast af kórónuveirunni. getty/Drew Angerer

Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP.

Anthony Fauci, sóttvarnarlæknir, sagði þetta í sjónvarpsþættinum State of the Union nú í dag en alríkisstjórnin hefur verið að íhuga að létta á tilmælum um sjálfskipaða sóttkví á þeim svæðum þar sem faraldurinn hefur ekki sem verstur.

„Ég myndi segja að það muni koma upp á milli 100.000 og 200.000 mál,“ sagði hann og bætti við að hann ætti við dauðsföll. „Við munum sjá milljónir smita.“

Um 125 þúsund tilfelli af kórónuveirunni hafa greinst í Bandaríkjunum og meira en 2.100 hafa látist. Talið er ljóst að mun fleiri séu smitaðir en hafi ekki verið greindir með veiruna. Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hefur verið skikkaður í sóttkví af yfirvöldum til að hægja á útbreiðslu faraldursins auk þess sem skólar og fyrirtæki hefur víðast hvar verið lokað.

Deborah Birx, yfirmaður neyðarstjórnar Hvíta hússins vegna kórónuveirunnar, sagði þá að þeir landshlutar þar sem fá tilfelli hafi komið upp þyrftu að undirbúa sig fyrir það sem á eftir muni koma. „Ekkert ríki eða hverfi mun sleppa við þetta,“ sagði hún á blaðamannafundi.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Elon Musk útvegar öndunarvélar

Elon Musk hyggst gefa New York hundruð öndunarvélar til þess að bregðast við þeim skorti sem er í ríkinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×