Jürgen Klopp fór að gráta þegar hann heyrði sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni í júní í fyrra. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira