Slæmar fréttir fyrir Liverpool og níu fingurna á titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:39 Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool þurfa væntanlega að byrja upp á nýtt næsta haust. Getty/Charlotte Wilson Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira