Falsfrétt á samfélagsmiðlum: Skilaboð Bill Gates um kórónuveiruna Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2020 11:13 Bill Gates. Vísir/Getty Falsfrétt sem sögð eru skilaboð frá Bill Gates hefur gengið um á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Skilaboðin bera yfirskriftina „What Is The Corona/Covid-19 Really Teaching Us?“ eða „Hvað er kórónuveiran í raun og veru að kenna okkur?“ Ekki er alveg vitað hver uppruni falsfréttarinnar er en í umfjöllun Independent segir að ein kenningin sé sú að falsfréttin hafi farið af stað í tölvupósti og hópasamskiptum fólks á samskiptamiðlinum WhatsApp. Frægar stjörnur eins og Naomi Campbell hafa dreift falsfréttinni. Með stöðufærslu á Twitter og Instagram segir Naomi: „Ég vona að þið finnið einhverja huggun í þessum orðum.“ I hope you may find some solace in these words. Thank you @BillGates pic.twitter.com/EkZ7lEJRy4— Naomi Campbell (@NaomiCampbell) March 24, 2020 Á Íslandi má sjá falsfréttina í umferð á Facebook, þar sem fólk hrósar Gates fyrir falleg orð og mikil sannindi um leið og það deilir þeim eða líkar við. Falsfréttina má lesa í heild sinni hér en meðal þess sem kemur fram í þeim textaskrifum sem ranglega eru eignuð Gates eru til dæmis skrif um að kórónuveiran sé að sýna fólki að allir séu jafnir, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti eða menningu. Sömuleiðis að heilsan sé dýrmæt og lífið stutt. Í umfjöllun Independent segir að fjölmiðillinn The Sun hafi birt falsfréttina en fjarlægt hana eftir að í ljós kom að Bill Gates hafði hvergi nærri textanum komið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Falsfrétt sem sögð eru skilaboð frá Bill Gates hefur gengið um á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Skilaboðin bera yfirskriftina „What Is The Corona/Covid-19 Really Teaching Us?“ eða „Hvað er kórónuveiran í raun og veru að kenna okkur?“ Ekki er alveg vitað hver uppruni falsfréttarinnar er en í umfjöllun Independent segir að ein kenningin sé sú að falsfréttin hafi farið af stað í tölvupósti og hópasamskiptum fólks á samskiptamiðlinum WhatsApp. Frægar stjörnur eins og Naomi Campbell hafa dreift falsfréttinni. Með stöðufærslu á Twitter og Instagram segir Naomi: „Ég vona að þið finnið einhverja huggun í þessum orðum.“ I hope you may find some solace in these words. Thank you @BillGates pic.twitter.com/EkZ7lEJRy4— Naomi Campbell (@NaomiCampbell) March 24, 2020 Á Íslandi má sjá falsfréttina í umferð á Facebook, þar sem fólk hrósar Gates fyrir falleg orð og mikil sannindi um leið og það deilir þeim eða líkar við. Falsfréttina má lesa í heild sinni hér en meðal þess sem kemur fram í þeim textaskrifum sem ranglega eru eignuð Gates eru til dæmis skrif um að kórónuveiran sé að sýna fólki að allir séu jafnir, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti eða menningu. Sömuleiðis að heilsan sé dýrmæt og lífið stutt. Í umfjöllun Independent segir að fjölmiðillinn The Sun hafi birt falsfréttina en fjarlægt hana eftir að í ljós kom að Bill Gates hafði hvergi nærri textanum komið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira