Erlent

Falsfrétt á samfélagsmiðlum: Skilaboð Bill Gates um kórónuveiruna

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Bill Gates.
Bill Gates. Vísir/Getty

Falsfrétt sem sögð eru skilaboð frá Bill Gates hefur gengið um á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Skilaboðin bera yfirskriftina „What Is The Corona/Covid-19 Really Teaching Us?“ eða „Hvað er kórónuveiran í raun og veru að kenna okkur?“ 

Ekki er alveg vitað hver uppruni falsfréttarinnar er en í umfjöllun Independent segir að ein kenningin sé sú að falsfréttin hafi farið af stað í tölvupósti og hópasamskiptum fólks á samskiptamiðlinum WhatsApp.

Frægar stjörnur eins og Naomi Campbell hafa dreift falsfréttinni. Með stöðufærslu á Twitter og Instagram segir Naomi:

„Ég vona að þið finnið einhverja huggun í þessum orðum.“ 

Á Íslandi má sjá falsfréttina í umferð á Facebook, þar sem fólk hrósar Gates fyrir falleg orð og mikil sannindi um leið og það deilir þeim eða líkar við.

Falsfréttina má lesa í heild sinni hér en meðal þess sem kemur fram í þeim textaskrifum sem ranglega eru eignuð Gates eru til dæmis skrif um að kórónuveiran sé að sýna fólki að allir séu jafnir, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti eða menningu. Sömuleiðis að heilsan sé dýrmæt og lífið stutt.

Í umfjöllun Independent segir að fjölmiðillinn The Sun hafi birt falsfréttina en fjarlægt hana eftir að í ljós kom að Bill Gates hafði hvergi nærri textanum komið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.