Erlent

Loka breska þinginu í mánuð

Kjartan Kjartansson skrifar
Grímuklætt fólk gengur fram hjá breska þinghúsinu í Westminster. Lítið verður um að vera þar næstu vikunnar.
Grímuklætt fólk gengur fram hjá breska þinghúsinu í Westminster. Lítið verður um að vera þar næstu vikunnar. Vísir/EPA

Fundum á breska þinginu verður frestað í að minnsta kosti fjórar vikur frá deginum í dag að meðan yfirvöld reyna hvað þau geta til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þriggja vikna páskafrí átti að hefjast 31. mars en ákveðið var að ekki væri á það hættandi að þingmenn og starfsfólk smituðust ef þingstörfum yrði haldið áfram næstu daga.

Þegar hafði verið gripið til ráðstafana á breska þinginu vegna faraldursins eins og að banna heimsóknir gesta og takmarka hversu margir þingmenn máttu vera í þingsalnum á hverjum tíma svo þeir gætu haldið sig í nægilegri fjarlægð hver frá öðrum til að forðast smit, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Búist er við því að lávarðadeild þingsins samþykki neyðarlöggjöf í dag sem veitti stjórnvöldum umfangsmikil völd til þess að bregðast við faraldrinum.


Tengdar fréttir

Útgöngubann sett á í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.