Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 23:28 Framleiðsla hófst aftur á lyfinu chloroquine phosphate í Kína eftir hlé þegar vonir kviknuðu um að það gæti hjálpað í barátunni gegn kórónuveirunni. Getty/Barcroft Media Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira