Erlent

Rúm­lega 100 þúsund skráð dauðs­föll af völdum Co­vid-19 í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Skráð dauðsföll í Frakklandi eru nú 19.323.
Skráð dauðsföll í Frakklandi eru nú 19.323. Getty

Skráðum dauðsföllum af völdum Covid-19 í Evrópu eru nú rúmlega 100 þúsund.

AFP segir frá því að fjöldinn hafi farið yfir 100 þúsund í gær, en nærri tveir þriðju af skráðum dauðsföllum vegna sjúkdómsins í heiminum hafa verið í Evrópu.

Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins háskóli í Bandaríkjunum, sem haldið hefur utan um fjölda smita og dauðsfalla í heiminum, hefur nærri fjórðungur skráðra dauðsfalla á heimsvísu verið í Bandaríkjunum, eða um 38 þúsund af þeim rúmlega 157 þúsund sem hafa verið skráð.

Rúmlega 4,5 milljarðar manna, rúmlega helmingur mannkyns, búa nú við ýmsar takmarkanir sem yfirvöld hafa sett þeim, í tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Á Íslandi eru níu dauðsföll rakin til Covid-19, en smitin telja nú 1.760. Greint var frá því í gær að smitum hafi fjölgað um sex milli sólarhringa.


Tengdar fréttir

Rúm­lega 20 þúsund nú látnir á Spáni

Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×