Innlent

Smitum fjölgaði um sex milli daga

Sylvía Hall skrifar
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi.
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi. Vísir/vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því aðeins um sex milli daga, samanborið við fimmtán í gær. Virk smit hér á landi eru nú 460.

Alls eru nú 32 innlagðir og þrír á gjörgæslu vegna Covid-19. Þá hafa 1.291 náð bata. 1.417 einstaklingar í sóttkví og 460 í einangrun sem er fækkun milli sólarhringa. 17.667 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 41.091 samanborið við 39.563 manns í gær. Enginn lést af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn, en alls hafa níu látist hér á landi.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Gestur fundarins verður Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×