Erlent

Rúm­lega 20 þúsund nú látnir á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumenn í Katalóníu fylgjast með að útgöngubanni sé fylgt.
Lögreglumenn í Katalóníu fylgjast með að útgöngubanni sé fylgt. Getty

Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan þar sem skráð voru 585 dauðsföll.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænskum heilbrigðisyfirvöldum sem birt var skömmu fyrir hádegi. Alls eru því skráð 20.043 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni.

Spánn er eitt af þeim ríkjum sem hefur farið sérstaklega illa út úr kórónuveirufaraldrinum, en þar í landi eru skráð smit nú 191.726. Í gær stóð fjöldinn í 188.068.

Spánn er þriðja ríkið þar sem dauðsföllin af völdum Covid-19 fara yfir 20 þúsund. Í Bandaríkjunum eru skráð dauðsföll nú 37.175 og á Ítalíu er fjöldinn 22.745. Í Frakklandi telja dauðsföllin nú 18.681.


Tengdar fréttir

Yfir tvær milljónir smita staðfestar á heimsvísu

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 eru nú fleiri en tvær milljónir á heimsvísu. Flest eru smitin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu á vegum Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×