Erlent

Louis Vuitton ætla að gefa Frökkum 40 milljón grímur

Andri Eysteinsson skrifar
Bernard Arnault stjórnarformaður LVMH Moët Hennessy - Louis Vuitton.
Bernard Arnault stjórnarformaður LVMH Moët Hennessy - Louis Vuitton. Getty/Bloomberg

Franski tískuvörurisinn LVMH Moët Hennessy - Louis Vuitton, sem heldur til að mynda úti tískuvörumerkjunum Louis Vuitton og Christian Dior, hefur pantað fjörutíu milljón grímur frá birgjum sínum og er ætlunin að dreifa þeim í samvinnu við frönsk heilbrigðisyfirvöld.

LVMH, sem er í eigu Bernard Arnault, ríkasta manns Frakklands, hefur þegar framleitt sótthreinsandi efni og gefið frönskum sjúkrahúsum. Reuters greinir frá að LVMH hafi þegar greitt fyrir fyrstu 10 milljón grímurnar til að tryggja að þér skili sér til Frakklands, upphæðin sem greidd var nemur um fimm milljónum evra. Áætlað er að fyrsta sendingin af grímum komi til Frakklands í næstu viku og hefst þá dreifing tafarlaust.

Frakkland, hefur líkt og fjöldi annarra ríkja, ekki varið varhluta af kórónuveirufaraldrinum en stjórnvöld þar í landi settu nýverið á útgöngubann.  Yfir 12,500 manns hafa smitast af veirunni og um 450 látist síðan að veiran greindist fyrst í landinu í janúar síðastliðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×