Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir ó­vænta trú­lofun

„Hann gaf til kynna að ég myndi vilja vera í flottasta kjólnum sem ég tók með mér út. Ég var nokkuð ánægð með þetta lúkk,“ segir brosmild og nýtrúlofuð Sunneva Einarsdóttir um fatavalið þegar hennar heittelskaði Benedikt Bjarnason bað um hönd hennar í Mexíkó. Sunneva er viðmælandi í Tískutali þar sem hún veitir innsýn í fataskáp sinn. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Steldu senunni í veislu sumarsins

Sumarið er tíminn fyrir flottan klæðnað, samveru og góðar stundir. Framundan eru fjölmargir viðburðir þar sem rétt val á fötum skiptir máli,– hvort sem það er brúðkaup, útskriftarveisla, sumarpartý eða stefnumót á björtu sumarkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Ó­gleyman­leg upp­lifun á klósetti í norskum kastala

„Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjóð­heitar skvísur í ís­lenskri hönnun

Það var sannkölluð sumarstemning í miðborg Reykjavíkur síðastliðið miðvikudagskvöld þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði nýrri sumarlínu með stórglæsilegu teiti í blíðskaparveðri. 

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarunnendur skáluðu í Kópa­vogi

Húsfyllir var í hönnunarversluninni Vest á miðvikudagskvöld þegar danska hönnunarmerkið Bolia var kynnt með glæsilegum viðburði. Meðal gesta var Mie Bækgaard Nielsen frá Bolia, sem mætti sérstaklega til landsins og deildi áhugaverðum sögum um hönnunarferlið og stefnu merkisins með viðstöddum. 

Lífið
Fréttamynd

Inn­sýn í framtíðarheim tískunnar á Ís­landi

Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þau allra nettustu á Met Gala

Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sumarið er komið á Boozt

Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Af­hverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“

„Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Margrét selur hönnunarperlu í Skerja­firði

Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun