Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Það var líf og fjör á Þjóðminjasafninu um helgina þar sem fjöldi fólks kom saman að fagna Þjóðbúningadeginum með stæl. Tíska og hönnun 8.9.2025 15:02
Fáklædd og flott á dreglinum Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. Tíska og hönnun 8.9.2025 13:01
Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Þétt augnhár og skarpar augabrúnir eru meira en tískufyrirbæri – þær ramma inn andlitið og gefa svip. Maskari, gerviaugnhár og microblading er frábærar lausnir, en nútímaserum bjóða hins vegar upp á milda og vísindalega studda lausn sem styður við heilbrigðan vöxt og er einfalt og árangsríkt til að byrja á heima fyrir. Lífið samstarf 8.9.2025 12:26
Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Ólafía Sigurrós Jónsdóttir er aðalfyrirsæta í nýjustu herferð 66°Norður. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Ólafía er 99 ára gömul sem gerir hana að elstu fyrirsætu landsins og án efa eina af elstu fyrirsætum heims. Tíska og hönnun 2. september 2025 19:01
Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Tíska og hönnun 2. september 2025 13:26
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1. september 2025 16:30
Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Rútínan er byrjuð að rúlla og haustið er handan við hornið. Nú er tíminn til að kíkja í fataskápinn og draga fram klassísku haustflíkurnar. Árstíðin er í uppáhaldi hjá mörgum tískuunnendum þar sem lagskiptur fatnaður, djúpir jarðlitir, stígvél og fylgihlutir eru í fyrirrúmi. Lífið 29. ágúst 2025 20:02
Er hárið skemmt eða bara þurrt? Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða. Lífið samstarf 29. ágúst 2025 11:48
Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum „Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR. Tíska og hönnun 27. ágúst 2025 20:04
Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri. Lífið 27. ágúst 2025 16:40
Stígur út fyrir ramma raunveruleikans „Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina. Tíska og hönnun 27. ágúst 2025 10:01
Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 25. ágúst 2025 20:00
HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði. Lífið 22. ágúst 2025 13:02
Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur „Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn. Tíska og hönnun 20. ágúst 2025 20:01
Nýju fötin forsetans Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu. Lífið 19. ágúst 2025 20:15
Breyta merki Eurovision Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. Tíska og hönnun 18. ágúst 2025 11:28
Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. Innlent 13. ágúst 2025 17:04
Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. Lífið 13. ágúst 2025 14:40
Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum. Lífið 6. ágúst 2025 11:35
„Þarna fylltist hjartað af hamingju“ „Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins. Lífið 2. ágúst 2025 07:02
Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Breski stórleikarinn Anthony Hopkins hefur líkt nýrri andlitsgrímu Kim Kardashian við grímu sem hann bar þegar hann lék hinn ógleymanlega Hannibal Lecter. Lífið 1. ágúst 2025 10:39
Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu „Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. Lífið 31. júlí 2025 07:02
Icewear styrkir Þjóðhátíð Icewear er áfram einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Lífið samstarf 30. júlí 2025 11:25
Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr „Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark. Tíska og hönnun 30. júlí 2025 07:02