Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 14:35 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa sýnatökur í New Jersey. AP/Seth Wenig Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira