Efstu mennirnir á óskalista Klopp hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 18:00 Jürgen Klopp er með þrjá leikmenn sem hann vill fá á Anfield í næsta glugga. vísir/getty Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira