Fernandes hefur komið vel inn í lið United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar og var frábær áður en deildinni var frestað vegna kórónuveirunnar.
„Hann er topp drengur, topp leikmaður. Hann verður goðsögn hjá félaginu, það er enginn vafi á því. Hann er ótrúlegur og getur auðvitað orðið betri. Hann mun læra mikið hjá félaginu,“ sagði Dalot við hlaðvarp félagsins.
„Hann er rosalegur leikmaður í liðinu og hann verður mjög góður leikmaður fyrir félagið. Hann var fyrirliði Sporting og er reynslumikill leikmaður. Hann hefur spilað á Ítalíu og í Portúgal. Hann veit hvað hann er að gera,“ sagði Dalot.
"He's a top guy, a top player. He is going to be legend, no doubt about that."https://t.co/vQpcohoAvw
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 16, 2020