Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2020 13:49 Í raun væri verið að flúga með fólk út til að sitja í stofufangelsi á Spáni eins og staðan er í dag. Þeir sem eru að flækjast á götum úti án gildrar ástæðu eru sektaðir um milli 500 til 2000 evra. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08