Saksóknarar rannsaka mann sem sankaði að sér hreinlætisvörum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 11:53 Víða um heim hafa hreinlætisvörur eins og sótthreinsiefni selst upp. AP/Nam Y. Huh Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira