Erlent

Trump undir­ritar björgunar­pakka og kemur í veg fyrir lokun al­ríkis­stofnana

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna.

Bandaríkjaþing samþykkti björgunarpakkanna í síðustu viku eftir margra mánaða viðræður, en Trump sagðist þá vera efins og neitaði að skrifa undir til að aðgerðirnar næðu fram að ganga. Sagðist hann vera á því að upphæðin sem ætti að renna til stuðnings hvers einstaklings vera of lág.

Undirskrift Trump nú hefur í för með sér að um fjórtán milljónir Bandaríkjamanna munu aftur fá atvinnuleysisbætur. Sömuleiðis eru ekki lengur líkur á því alríkisstofnanir þurfi að loka tímabundið vegna skorts á fjármögnun, en hluti þeirra hefði lokað á miðnætti í kvöld, hefði forsetinn ekki skrifað undir.

BBC segir ekki ljóst að svo stöddu hvað hafi orðið til þess að Trump, sem nú er staddur í Flórida, hafi ákveðið að skrifa undir lögin. Hann hafi þó sætt talsverðri gagnrýni og þrýstingi frá bæði Repúblikönum og Demókrötum á þingi vegna ákvörðunar sinnar fyrr í vikunni að skrifa ekki undir lögin.

Trump mun láta af embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi eftir að hafa þurft að lúta í grasi fyrri Joe Biden í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.


Tengdar fréttir

Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×