Enski boltinn

Stóra Sam gengið frá­bær­lega gegn Klopp á Anfi­eld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sam Allardyce og Sammy Lee á hliðarlínunni í leik Liverpool og West Bromwich Albion í gær.
Sam Allardyce og Sammy Lee á hliðarlínunni í leik Liverpool og West Bromwich Albion í gær. Adam Fradgley/Getty Images

Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan.

„Þetta var frábær leikur í dag. Það þarf að verjast mikið gegn liði eins og Liverpool sem er með magnaðan árangur á heimavelli. Við reyndum að pirra þá eins og við gátum frá upphafi til enda og tökum eitt dýrmætt stig með okkur heim,“ sagði Allardyce við BBC að leik loknum.

Þá hrósaði Stóri Sam leikmönnum sínum fyrir að gefast ekki upp og nýta færið þegar það kom undir lok leiks.

Frá því Jürgen Klopp tók við Liverpool árið 2015 hefur hann ekki enn haft betur gegn Allardyce á Anfield. Alls hefur Allardyce náð í þrjú jafntefli og einn sigur á heimavelli Englandsmeistaranna síðan sá þýski mætti í ensku úrvalsdeildina.

Sigurleikurin var síðasti tapleikur Liverpool á heimavelli. Hann kom þann 23. apríl árið 2017 en þá hafði Crystal Palace undir stjórn Stóra Sam betur á Anfield 1-2. Síðan þá hefur Liverpool leikið 67 leiki án ósigurs á heimavelli sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×