Veður

Gular við­varanir í kvöld og élja­gangur á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við vondu veðri í kvöld og á morgun.
Búast má við vondu veðri í kvöld og á morgun. Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir eru í gildi á landinu í kvöld og nótt vegna úrkomu og vinds. Suðvestan 15-25 m/s og mikil úrkoma á vestanverðu landinu í dag. Talsverð hlýindi en hægari vindur á Austurlandi fram á kvöld.

Á morgun má búast við áframhaldandi sunnan átt en fer kólnandi og hvössum éljahryðjum allvíða á vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun. Hægari vindur og nokkuð bjart á austanverðu landinu og kólnar aftur.

Yfir Hellisheiði og Þrengsli má á morgun, jóladag, reikna með slæmu veðri um tíma. Einkum frá hádegi og fram undir kvöld. Þá verður suðvestanátt 20-25 m/s með mjög dimmum éljum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×