Enski boltinn

Gylfi heldur áfram að fá góðar einkunnir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi hefur verið með fyrirliðabandið í síðustu þremur leikjum Everton.
Gylfi hefur verið með fyrirliðabandið í síðustu þremur leikjum Everton. Emma Simpson/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað vel í liði Everton eftir að hann kom á ný inn í byrjunarliðið hjá Bítlaborgarfélaginu í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi.

Gylfi lagði upp sigurmark Everton gegn Arsenal á heimavelli í gær en aukaspyrna hans fór beint á kollinn á Yerry Mina sem stangaði boltann í netið.

Í leikjunum þar á undan, gegn Leicester og Chelsea, hafði Hafnfirðingurinn einnig verið í byrjunarliðinu. Hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Chelsea.

Gylfi fékk sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo í leiknum um helgina eftir að hafa fengið átta í einkunn gegn Chelsea og sjö gegn Leicester.

„Lagði hart að sér fyrir liðið og var alltaf nálægt Dominic Calvert-Lewin. Önnur stoðsending úr föstu leikatriði eftir frábæra sendingu á Mina. Virkaði þreyttur undir lokin en það hefur verið stígandi í vilja hans að berjast fyrir liðið,“ sagði í umfjölluninni.

Ben Godfrey, Michael Keane og Yerry Mina fengu hæstu einkunn Everton eða átta í einkunn.

Everton mætir Manchester United í enska deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið en sá leikur er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Um næstu helgi heldur Everton til Sheffield og mætir þar botnliðinu.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Arteta: Okkur skortir heppni

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir leikmenn sína ekki hafa gefist upp á verkefninu þó allt hafi gengið á afturfótunum undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×