Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 23:23 Drengirnir hafa verið í haldi vígamanna Boko Haram í tæpa viku. Getty/Olukayode Jaiyeola Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins. Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins.
Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48