Erlent

Boko Haram segist bera á­byrgð á hvarfi 320 nem­enda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag.
Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag. EPA-EFE/AKINTUNDE AKINLEYE

Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag.

Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld.

Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu.

Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu.

Segja vestræna menntun ekki í anda íslam

Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri.

Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag.

Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“

„Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“


Tengdar fréttir

Um 400 skólabarna saknað

Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað.

Telja hundruð mennta­skóla­nema í haldi víga­manna

Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.