Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 23:23 Drengirnir hafa verið í haldi vígamanna Boko Haram í tæpa viku. Getty/Olukayode Jaiyeola Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins. Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins.
Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48