Erlent

Enn líf í Brexit-viðræðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Johnson og starfsfólk Downing-strætis tíu hefur í nógu að snúast þessa dagana. Kötturinn Larry, sem sér um meindýravarnir forsætisráðherraembættisins, kemur þó ekki nærri Brexit-viðræðunum.
Johnson og starfsfólk Downing-strætis tíu hefur í nógu að snúast þessa dagana. Kötturinn Larry, sem sér um meindýravarnir forsætisráðherraembættisins, kemur þó ekki nærri Brexit-viðræðunum. AP/Alberto Pezzali

Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli.

Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi.

Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli.

Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum.


Tengdar fréttir

Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag

Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag.

Samnings­aðilar svart­sýnir fyrir loka­daginn

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga.

Svartsýni ríkir í Brussel

Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×