Erlent

Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson og Ursula von der Leyen. 
Boris Johnson og Ursula von der Leyen.  EPA/Olivier hoslet

Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hittust á fundi í dag til þess að ræða viðskiptasamning sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Ákváðu þau að gefa sér rýmri tíma til að ná samningi.

Viðræðurnar hafa gengið erfiðlega til þessa þar sem enn á eftir að semja um nokkur stór mál. Meðal stærstu ágreiningsatriða eru meðal annars samkeppnisreglur og fiskveiðar.


Tengdar fréttir

Samnings­aðilar svart­sýnir fyrir loka­daginn

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga.

Eftir­lits­skip breska hersins í við­bragðs­stöðu

Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins.

Telur tölu­verðar líkur á að samningar náist ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×